Umfjöllun: Skemmtanagildið í hámarki þegar KR vann FH Elvar Geir Magnússon skrifar 9. ágúst 2009 18:15 Guðmundur Sævarsson úr FH og Baldur Sigurðsson úr KR berjast um boltann í fyrri leik liðanna. Mynd/Anton KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-2 útisigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þessi toppslagur deildarinnar var hreint mögnuð skemmtun frá upphafi til enda. Fyrsta markið kom strax eftir þriggja mínútna leik þegar Guðmundur Benediktsson áti frábæra sendingu á Björgólf Takefusa sem lék á Daða Lárusson, markvörð FH, áður en hann skoraði í tómt markið. En eftir þetta mark hrundi leikur KR-inga um tíma og Atli Guðnason sá um að snúa dæminu við fyrir heimamenn. Hann skoraði fyrst á sjöttu mínútu eftir sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og skoraði síðan aftur þremur mínútum síðar úr þröngu færi eftir sendingu Matthíasar Vilhjálmssonar. Ekki alveg óskabyrjunin fyrir Andre Hansen, markvörð KR, sem er á láni frá Lilleström. Hansen fékk þó ekki fleiri mörk á sig þetta kvöldið. Ótrúleg byrjun á þessum leik og fjörið var bara rétt að byrja. KR-ingar áttu að fá dæmda vítaspyrnu þegar Daði Lárusson var eitthvað pirraður út í Guðmund Benediktsson og hrinti honum eftir þunga sókn gestana. Dómarinn Magnús Þórisson, sem átti alls ekki sinn besta dag, dæmdi ekkert. Það var svo á 27. mínútu sem jöfnunarmarkið kom. Það gerði Gunnar Örn Jónsson með föstu skoti eftir að Guðmundur Benediktsson renndi knettinum á hann. Gunnar átti heldur betur eftir að koma meira við sögu í þessum leik. Staðan var 2-2 í hálfleik en áfram hélt skemmtunin í seinni hálfleik. Sótt var á báða bóga, margar stórfallegar sóknir litu dagsins ljós og aldrei kom leiðinlegur kafli í leiknum. Matthías Vilhjálmsson var óheppinn að koma FH ekki yfir þegar hann skallaði í innanverða stöngina. Gunnar Örn tók síðan forystuna fyrir KR á nýjan leik á 68. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í varnarmanni áður en það söng í netinu. FH-ingar reyndu að jafna metin en það tókst ekki og Gunnar lagði síðan upp sjötta og síðasta mark leiksins fyrir Baldur Sigurðsson. KR-ingar unnu þar með langþráðan sigur en þeir höfðu ekki unnið FH í deildarleik síðan 2003 þegar kom að þessum leik. Liðið lék virkilega vel í þessum leik og ljóst að leikmenn þess eru fullir sjálfstrausts. Staðan á toppnum breyttist þó lítið þar sem FH-ingar hafa enn öruggt forskot.FH - KR 2-4 0-1 Björgólfur Takefusa (3.) 1-1 Atli Guðnason (6.) 2-1 Atli Guðnason (9.) 2-2 Gunnar Örn Jónsson (27.) 2-3 Gunnar Örn Jónsson (68.) 2-4 Baldur Sigurðsson (88.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 2.218 Dómari: Magnús Þórisson 4 Skot (á mark): 9-9 (5-3) Varin skot: Daði 1 - Hansen 2 Hornspyrnur: 6-4 Rangstöður: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 9-15FH 4-3-3 Daði Lárusson 5 Guðni Páll Kristjánsson 4 (52. Pétur Viðarsson 5) Dennis Siim 5 Tommy Nielsen 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 6 Matthías Vilhjálmsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Ólafur Páll Snorrason 5 (70. Björn Daníel Sverrisson 5) Atli Guðnason 7 (76. Alexander Söderlund) Atli Viðar Björnsson 6 KR 4-4-2 Andre Hansen 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 8 Gunnar Örn Jónsson 9* - Maður leiksins Baldur Sigurðsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Atli Jóhannsson 7 (90. Ásgeir Örn Ólafsson) Guðmundur Benediktsson 8 (77. Gunnar Kristjánsson) Björgólfur Takefusa 8 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld. 9. ágúst 2009 21:48 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-2 útisigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þessi toppslagur deildarinnar var hreint mögnuð skemmtun frá upphafi til enda. Fyrsta markið kom strax eftir þriggja mínútna leik þegar Guðmundur Benediktsson áti frábæra sendingu á Björgólf Takefusa sem lék á Daða Lárusson, markvörð FH, áður en hann skoraði í tómt markið. En eftir þetta mark hrundi leikur KR-inga um tíma og Atli Guðnason sá um að snúa dæminu við fyrir heimamenn. Hann skoraði fyrst á sjöttu mínútu eftir sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og skoraði síðan aftur þremur mínútum síðar úr þröngu færi eftir sendingu Matthíasar Vilhjálmssonar. Ekki alveg óskabyrjunin fyrir Andre Hansen, markvörð KR, sem er á láni frá Lilleström. Hansen fékk þó ekki fleiri mörk á sig þetta kvöldið. Ótrúleg byrjun á þessum leik og fjörið var bara rétt að byrja. KR-ingar áttu að fá dæmda vítaspyrnu þegar Daði Lárusson var eitthvað pirraður út í Guðmund Benediktsson og hrinti honum eftir þunga sókn gestana. Dómarinn Magnús Þórisson, sem átti alls ekki sinn besta dag, dæmdi ekkert. Það var svo á 27. mínútu sem jöfnunarmarkið kom. Það gerði Gunnar Örn Jónsson með föstu skoti eftir að Guðmundur Benediktsson renndi knettinum á hann. Gunnar átti heldur betur eftir að koma meira við sögu í þessum leik. Staðan var 2-2 í hálfleik en áfram hélt skemmtunin í seinni hálfleik. Sótt var á báða bóga, margar stórfallegar sóknir litu dagsins ljós og aldrei kom leiðinlegur kafli í leiknum. Matthías Vilhjálmsson var óheppinn að koma FH ekki yfir þegar hann skallaði í innanverða stöngina. Gunnar Örn tók síðan forystuna fyrir KR á nýjan leik á 68. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í varnarmanni áður en það söng í netinu. FH-ingar reyndu að jafna metin en það tókst ekki og Gunnar lagði síðan upp sjötta og síðasta mark leiksins fyrir Baldur Sigurðsson. KR-ingar unnu þar með langþráðan sigur en þeir höfðu ekki unnið FH í deildarleik síðan 2003 þegar kom að þessum leik. Liðið lék virkilega vel í þessum leik og ljóst að leikmenn þess eru fullir sjálfstrausts. Staðan á toppnum breyttist þó lítið þar sem FH-ingar hafa enn öruggt forskot.FH - KR 2-4 0-1 Björgólfur Takefusa (3.) 1-1 Atli Guðnason (6.) 2-1 Atli Guðnason (9.) 2-2 Gunnar Örn Jónsson (27.) 2-3 Gunnar Örn Jónsson (68.) 2-4 Baldur Sigurðsson (88.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 2.218 Dómari: Magnús Þórisson 4 Skot (á mark): 9-9 (5-3) Varin skot: Daði 1 - Hansen 2 Hornspyrnur: 6-4 Rangstöður: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 9-15FH 4-3-3 Daði Lárusson 5 Guðni Páll Kristjánsson 4 (52. Pétur Viðarsson 5) Dennis Siim 5 Tommy Nielsen 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 6 Matthías Vilhjálmsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Ólafur Páll Snorrason 5 (70. Björn Daníel Sverrisson 5) Atli Guðnason 7 (76. Alexander Söderlund) Atli Viðar Björnsson 6 KR 4-4-2 Andre Hansen 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 8 Gunnar Örn Jónsson 9* - Maður leiksins Baldur Sigurðsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Atli Jóhannsson 7 (90. Ásgeir Örn Ólafsson) Guðmundur Benediktsson 8 (77. Gunnar Kristjánsson) Björgólfur Takefusa 8
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld. 9. ágúst 2009 21:48 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld. 9. ágúst 2009 21:48
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti