Lífið

Svala selur ekki drasl

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir.

„Við erum að selja stelpu og strákaföt, háhælaða skó, strigaskó, kjóla, samfestinga, jakka, sólgleraugu, skart og margt fleira," svarar Svala Björgvinsdóttir söngkona aðspurð hvað hún ætlar að selja í Kolaportinu á morgun, laugardag.

„Ég er alltaf með fatamarkað einu sinni til tvisvar sinnum á ári. Mér finnst alltaf gott að hreinsa til hjá mér. Ég er ekki að selja eitthvað drasl, þetta er allt rosalega flott föt og skór," segir Svala.

Fatamarkaður Svölu opnar klukkan 11:00 í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.