Enski boltinn

Shearer: Betra að vera heppinn stjóri en góður stjóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Shearer, stjóri Newcastle, fagnar sigri í kvöld.
Alan Shearer, stjóri Newcastle, fagnar sigri í kvöld. Mynd/AFP

Alan Shearer, stjóri Newcastle, var í frábæru skapi eftir 3-1 sigur Newcastle á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið fór með honum upp úr fallsæti.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Newcastle lendir undir á tímabilinu og kemur til baka. Það var frábært að koma til baka eftir að lenda 1-0 undir. Ég hef séð mikinn karkater í búningsherberginu og hann kom í ljós í kvöld. Það voru allir leikmennirnir frábærir í kvöld," sagði Shearer.

Varamennirnir Obafemi Martins og Peter Lovenkrands tryggðu Newcastle sigurinn. Martins skoraði aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn fyrir Michael Owen.

„Það sagði einhver við mig að það væri betra að vera heppinn stjóri en góður stjóri," sagði Shearer í léttum tón. „Þú skiptir mönnum inn á völlinn í von um að þeir geti breytt leiknum en ég væri að ljúga ef að ég segði að ég hefði búist við að það gerðist svona fljótt," sagði Shearer.



„Ég held að við verður ekki aftur í hóp þriggja neðstu liða. Það er löng leið eftir en við erum búnir að vinna leik og þetta er í okkar höndum. Við verðum að vinna að minnsta kosti einn leik í viðbót og þetta ræðst örugglega ekki fyrr en í síðustu umferð. Newcastle fer aldrei auðveldu leiðina," sagði Shearer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×