Enski boltinn

Crewe vann mikilvægan sigur á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson er að gera frábæra hluti með Crewe.
Guðjón Þórðarson er að gera frábæra hluti með Crewe. Mynd/GettyImages

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe Alexandra unnu mikilvægan útisigur á Colchester United í ensku C-deildinni í dag. Colchester var níu sætum og fimmtán stigum ofar en Crewe í töflunni fyrir leikinn.

Það var Calvin Zola sem tryggði Crewe sigurinn með skallamarki eftir innkast á 63. mínútu leiksins. Þetta er sjötti sigur liðsins í síðustu átta leikjum.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Crewe og átti mjög góðan leik en hann lék aftarlega á miðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×