Íslenski boltinn

Allir A-dómarar með þoltölurnar í lagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Örn Hinriksson knattspyrnudómari.
Garðar Örn Hinriksson knattspyrnudómari. Mynd/Daníel

Í dag voru haldin sjúkrapróf fyrir þá sem forfölluðust eða féllu á þolprófi dómara fyrir komandi knattspyrnutímabil í sumar.

Alls þreyttu tólf dómarar prófið og stóðust ellefu þeirra. Þeirra á meðal voru þeir þrír A-dómarar sem áttu eftir að standast prófið.

Garðar Örn Hinriksson þjáðist af beinhimnubólgu í fyrri tilraun sinni og þá var Þóroddur Hjaltalín veikur. Magnús Þórisson komst ekki vegna anna í vinnu. En allir stóðust þeir prófið í dag og eru því klárir í slaginn nú í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×