Lífið

Tvöföld plata frá Tvíhöfða

Tvöföld safnplata frá Tvíhöfða er komin í verslanir.
Tvöföld safnplata frá Tvíhöfða er komin í verslanir. Mynd/GVA
Gubbað af gleði, tvöföld safnplata með helstu lögum og grínatriðum grallaranna í Tvíhöfða, er komin í verslanir. Á fyrri plötunni er áður óútgefið efni en á þeirri síðari er efni sem hefur áður komið út, þar á meðal lagið My Bitch. Þarna geta því hinir fjölmörgu aðdáendur útvarpsþáttarins Tvíhöfða fundið eitthvað við sitt hæfi því af nógu er að taka á diskunum tveimur. Alls eru nítján lög og grínatriði á fyrri disknum og 43 á þeim síðari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.