Innlent

Efnahagslegum bata Íslendinga stefnt í hættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson gagnrýnir AGS í aðsendrei grein í Financial Times í dag. Mynd/ Anton Brink.
Össur Skarphéðinsson gagnrýnir AGS í aðsendrei grein í Financial Times í dag. Mynd/ Anton Brink.
Töfin á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslandinga stefnir efnahagslegum bata Íslendinga í hættu, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist í breska blaðinu Financial Times í dag. Hann segir að vegna tafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi greiðsla allra lána, nema lánsins frá Færeyjum, tafist.

Össur segir að áætlun um að afnema gjaldeyrishöft, lækka stýrivexti og ljúka við endurskipulagningu bankanna sé í hættu vegna þessa. Hann gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir töfina og segir óeðlilegt að Icesave málið sé að trufla framgang efnahagsáætlunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×