Andri: Þurfum að fá tvo mjög sterka leikmenn í viðbót Ómar Þorgeirsson skrifar 8. október 2009 16:15 Andri Marteinsson við undirritun samningsins að Ásvöllum í dag. Mynd/Vilhelm Haukar tilkynntu á blaðamannafundi í dag að þjálfarinn Andri Marteinsson hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið en Andri hefur verið þjálfari hjá Haukum síðustu átta ár í yngri flokkum til að byrja með og svo meistaraflokki. „Það var náttúrulega vilji af beggja hálfu, bæði mín og stjórnar félagsins, að halda samstarfinu áfram. En við tókum smá tíma til þess að ræða málin og halda áfram að straumlínulaga það sem við erum búnir að vera að gera til þess að vera klárir til þess að taka á nýju viðfangsefni sem efsta deildin er fyrir félagið. Ég tók við liðinu þegar það var í 2. deild og svo fórum við í 1. deild og nú fáum við að prufa okkur í efstu deild og þetta er í raun að gerast á undan áætlun. Þetta er því skemmtilegur bónus fyrir félagið og ég er ekkert síður spenntur en strákarnir að fá að taka þátt í þessu," segir Andri í viðtali við Vísi. Haukar notuðu jafnframt tækifærið í gær til þess að semja að nýju við nokkra unga og efnilega leikmenn hjá félaginu auk þess að tilkynna um komu Guðmundar Viðar Mete frá Val. Andri stefnir á að byggja liðið næsta sumar á þeim grunni sem búið er að skapa hjá félaginu með nokkrum viðbótum hér og þar. „Við erum með ákveðinn kjarna í leikmannahópnum og ég mun reyna að gefa eins mörgum af efnilegustu leikmenn félagsins tækifæri til þess að spila í þessarri deild. Það er bara leikmannanna að sanna sig á undirbúningstímabilinu og sýna að þeir séu klárir í þetta verkefni. Ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir því að við þurfum að styrkja okkur líka og Guðmundur Viðar Mete er fyrsta skrefið í því. Við þurfum að fá alla vega tvo mjög sterka leikmenn til viðbótar á miðjuna og í framlínuna til þess að styrkja hryggbeinið í liðinu hjá okkur," segir Andri. Haukar spila hluta af heimaleikjum sínum á Vodafonevellinum næsta sumar en ætla einnig að fá undanþágu hjá KSÍ til þess að spila á gervigrasinu að Ásvöllum en Andri ítrekar að liðið kjósi frekar að spila á grasi heldur en gervigrasi. „Það er frábær lausn fyrir okkur að spila á Vodafonevellinum því við viljum frekar spila á grasi heldur en gervigrasi. Við höfum samt hingað til ekkert verið að væla yfir því og spilum bara þar sem félagið skaffar okkur völl. Ef menn rýna hins vegar í tölur þá sjá menn fljótt að við erum ekkert betri árangur á heimavelli en útivelli. Það er vegna þess að við æfum á grasi á sumrin og erum ekki að æfa meira á gervigrasi en aðrir og kjósum eins og ég segi frekar að æfa og spila á grasi. Menn tala oft um eitthvað forskot sem Stjörnumenn höfðu í sumar með því að spila á gervigrasinu í Garðabæ en miðað við stemninguna í liðinu hjá þeim þá held ég að þeir hefðu náð alveg sama árangri á heimavelli sínum ef þar væri gras en ekki gervigras. Mér finnst bara allir sitja við sama borð því allir vita að þetta er önnur gerð af fótbolta sem er spiluð á gervigrasi," segir Andri að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Haukar tilkynntu á blaðamannafundi í dag að þjálfarinn Andri Marteinsson hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið en Andri hefur verið þjálfari hjá Haukum síðustu átta ár í yngri flokkum til að byrja með og svo meistaraflokki. „Það var náttúrulega vilji af beggja hálfu, bæði mín og stjórnar félagsins, að halda samstarfinu áfram. En við tókum smá tíma til þess að ræða málin og halda áfram að straumlínulaga það sem við erum búnir að vera að gera til þess að vera klárir til þess að taka á nýju viðfangsefni sem efsta deildin er fyrir félagið. Ég tók við liðinu þegar það var í 2. deild og svo fórum við í 1. deild og nú fáum við að prufa okkur í efstu deild og þetta er í raun að gerast á undan áætlun. Þetta er því skemmtilegur bónus fyrir félagið og ég er ekkert síður spenntur en strákarnir að fá að taka þátt í þessu," segir Andri í viðtali við Vísi. Haukar notuðu jafnframt tækifærið í gær til þess að semja að nýju við nokkra unga og efnilega leikmenn hjá félaginu auk þess að tilkynna um komu Guðmundar Viðar Mete frá Val. Andri stefnir á að byggja liðið næsta sumar á þeim grunni sem búið er að skapa hjá félaginu með nokkrum viðbótum hér og þar. „Við erum með ákveðinn kjarna í leikmannahópnum og ég mun reyna að gefa eins mörgum af efnilegustu leikmenn félagsins tækifæri til þess að spila í þessarri deild. Það er bara leikmannanna að sanna sig á undirbúningstímabilinu og sýna að þeir séu klárir í þetta verkefni. Ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir því að við þurfum að styrkja okkur líka og Guðmundur Viðar Mete er fyrsta skrefið í því. Við þurfum að fá alla vega tvo mjög sterka leikmenn til viðbótar á miðjuna og í framlínuna til þess að styrkja hryggbeinið í liðinu hjá okkur," segir Andri. Haukar spila hluta af heimaleikjum sínum á Vodafonevellinum næsta sumar en ætla einnig að fá undanþágu hjá KSÍ til þess að spila á gervigrasinu að Ásvöllum en Andri ítrekar að liðið kjósi frekar að spila á grasi heldur en gervigrasi. „Það er frábær lausn fyrir okkur að spila á Vodafonevellinum því við viljum frekar spila á grasi heldur en gervigrasi. Við höfum samt hingað til ekkert verið að væla yfir því og spilum bara þar sem félagið skaffar okkur völl. Ef menn rýna hins vegar í tölur þá sjá menn fljótt að við erum ekkert betri árangur á heimavelli en útivelli. Það er vegna þess að við æfum á grasi á sumrin og erum ekki að æfa meira á gervigrasi en aðrir og kjósum eins og ég segi frekar að æfa og spila á grasi. Menn tala oft um eitthvað forskot sem Stjörnumenn höfðu í sumar með því að spila á gervigrasinu í Garðabæ en miðað við stemninguna í liðinu hjá þeim þá held ég að þeir hefðu náð alveg sama árangri á heimavelli sínum ef þar væri gras en ekki gervigras. Mér finnst bara allir sitja við sama borð því allir vita að þetta er önnur gerð af fótbolta sem er spiluð á gervigrasi," segir Andri að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira