Fótbolti

Pienaar kemur ekki til Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Pienaar, leikmaður Everton.
Steven Pienaar, leikmaður Everton. Nordic Photos / Getty Images

Steven Pienaar verður ekki í leikmannahópi Suður-Afríku sem mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn næstkomandi.

Pienaar leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni og meiddist þegar hann var tæklaður af landa sínum, Aaron Mokoena, í leik liðsins gegn Portsmouth í síðasta mánuði.

Joel Santana, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, hefur í hans stað valið Franklin Cale, leikmann Ajax Cape Town, í landsliðshópinn.

Suður-Afríka leikur fyrst gegn Noregi á laugardaginn áður en liðið kemur til Íslands.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×