Sport

Landslið Suður-Afríku valið fyrir Íslandsför

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Pienaar, leikmaður Everton.
Steven Pienaar, leikmaður Everton. Nordic Photos / Getty Images

Joel Santana, landsliðsþjálfari Suður-Afríku, hefur valið landslðishópinn sem mætir Íslandi og Noregi í vináttulandsleikjum nú á næstunni.

Ísland mætir Suður-Afríku á þriðjudaginn í næstu viku en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.

Santana er sagður berjast fyrir því að halda starfi sínu og margir sem búast við því að hann verði rekinn ef liðið nær ekki ásættanlegum úrslitum í þessum leikjum.

Suður-Afríka verður gestgjafi úrslitakeppni HM í knattspyrnu á næsta ári og því mikil áhersla lögð á að heimamenn verði upp á sitt allra besta í keppninni.

Landslið Suður-Afríku:

Markverðir:

Emille Baron, SuperSport United

Rowen Fernandez, Arminia Bielefeld (Þýskalandi)

Moeneeb Josephs, Orlando Pirates

Varnarmenn:

Bevan Fransman, Maccabi Netanya (Ísrael)

Siboniso Gaxa, Mamelodi Sundowns

Morgan Gould, SuperSport United

Tsepo Masilela, Maccabi Haifa (Ísrael)

Aaron Mokoena, Portsmouth (Englandi)

Anele Ngongca, Genk (Belgíu)

Siyabonga Sangweni, Golden Arrows

Lucas Thwala, Orlando Pirates

Miðvallarleikmenn:

Kagisho Dikgacoi, Fulham (Englandi)

Benson Mhlongo, Orlando Pirates

Teko Modise, Orlando Pirates

Steven Pienaar, Everton (Englandi)

Macbeth Sibaya, Rubin Kazan (Rússlandi)

Siphiwe Tshabalala, Kaizer Chiefs

Elrio van Heerden, Blackburn (Englandi)

Sóknarmenn:

Richard Henyekane, Golden Arrows

Mabhuti Khenyeza, Mamelodi Sundowns

Katlego Mphela, Mamelodi Sundowns

Sthembiso Nbcobo, Free State Starfs

Bernard Parker, FC Twente (Hollandi)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×