Enski boltinn

Syrtir í álinn hjá Hull

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gareth Barry og Kevin Kilbane sjást hér í leiknum í kvöld.
Gareth Barry og Kevin Kilbane sjást hér í leiknum í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Hull City heldur áfram að sogast að fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur algjörlega misst flugið og engu líkara en vængirnir hafi brunnið upp um áramótin.

Í kvöld tapaði liðið 1-0 fyrir Aston Villa sem klifraði upp um eitt sæti í töflunni með sigrinum.

Það var Norðmaðurinn John Carew sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik.

Staðan í ensku deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×