Enski boltinn

Hull spurðist fyrir um Riise

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Riise í leik með Liverpool á síðustu leiktíð.
Riise í leik með Liverpool á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull, segir að félagið muni ekki reyna að fá John Arne Riise til félagsins nú í janúar eftir að það spurðist fyrir um hann.

Brown sagði að ítalska úrvalsdeildarliðið Roma hafi viljað fá of mikið fyrir Riise að hans mati. Félagið mun því reyna að fá aðra leikmenn í staðinn en Brown vill fá minnst einn varnarmann til Hull áður en félagaskiptaglugginn lokar.

„Þegar við spurðumst fyrir um John Arne Riise vissum við ekki hversu alvarleg meiðsli Andy Dawson og Anthony Gardner voru," sagði Brown.

Dawson spilaði með Hull í 2-0 sigri liðsins á Milwall í ensku bikarkeppninni um helgina en hann hefur verið frá síðan í nóvember.

Gardner hefur verið frá vegna meiðsla síðan í september en búist er við því að hann geti hafið æfingar nú í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×