Mótmæla kjaralækkandi aðgerðum Reykjavíkurborgar 30. janúar 2009 16:40 „Starfsmenn Reykjavíkur hafa sætt lakari kjörum en aðrir, undir því yfirskyni að þeir byggju í staðinn við atvinnuöryggi. Það hlýtur því að sæta furðu að þegar á þetta atvinnuöryggi reynir skuli þeir þurfa að greiða það enn hærra verði," segir í ályktun sameiginlegs félagsfundar Fræðagarðs, Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélags lögfræðinga, sem haldinn var í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að um tímabundnir aðgerðir sé að ræða. Yfirvinna verði endurskoðuð og starfsfólki ekki sagt upp. Ályktunin í heild sinni: „Félagsfundurinn mótmælir harðlega þeim launalækkunaraðgerðum sem Reykjavíkurborg hefur er gripið til gagnvart starfsmönnum sínum. Aðgerðir þessar og aðferðafræði sú sem beitt er við þær brjóta flest grundvallaratriði í samskiptum aðila á vinnumarkaði. Það er óásættanlegt að stærsta sveitarfélag landsins skuli á þennan máta ráðast á ráðningarkjör starfsmanna, án þess að hafa í raun leitað allra annarra leiða til lausna á fjárhagsvanda borgarinnar. Starfsmenn Reykjavíkur hafa sætt lakari kjörum en aðrir, undir því yfirskyni að þeir byggju í staðinn við atvinnuöryggi. Það hlýtur því að sæta furðu að þegar á þetta atvinnuöryggi reynir skuli þeir þurfa að greiða það enn hærra verði. Alvarlegast er þó að þessar aðgerðir eru keyrðar fram án þess að samráðs væri leitað við starfsfólk um aðrar hugsanlegar leiðir og þær eru lagðar fram undir ógn hugsanlegra uppsagna, sem borgin muni grípa til fái hún ekki sínu framgengt. Félagsfundurinn krefst þess að Reykjavíkurborg virði lög- og samningsbundinn rétt starfsmanna sinna. Breytingar á ráðningarkjörum sæta sama uppsagnarfresti og ráðningarmál almennt, sem hjá Reykjavíkurborg eru 3 - 6 mánuðir hjá fastráðnum starfsmönnum. Fundurinn krefst þess jafnframt að jafnræðis verði gætt í öllum aðgerðum borgarinnar, þannig að þær verði ekki misíþyngjandi fyrir starfsmenn eftir sviðum. Ennfremur krefst fundurinn þess að verði aðgerðum þessum framfylgt verði nýjum samningum við starfsmenn sett skýr og ákveðin tímamörk og að þeim loknum taki fyrri launakjör við aftur." Tengdar fréttir Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59 Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41 Yfirvinna endurskoðuð - engar uppsagnir Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að við endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi rauði þráðurinn í aðgerðunum verið að tryggja störf starfsmanna. Þeir sem hæst launin hafa taka á sig hlutfallslega mesta lækkun fastra heildarlauna og við endurskoðun fastlaunasamninga sé sú regla höfð i heiðri að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum. 30. janúar 2009 16:19 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Starfsmenn Reykjavíkur hafa sætt lakari kjörum en aðrir, undir því yfirskyni að þeir byggju í staðinn við atvinnuöryggi. Það hlýtur því að sæta furðu að þegar á þetta atvinnuöryggi reynir skuli þeir þurfa að greiða það enn hærra verði," segir í ályktun sameiginlegs félagsfundar Fræðagarðs, Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélags lögfræðinga, sem haldinn var í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að um tímabundnir aðgerðir sé að ræða. Yfirvinna verði endurskoðuð og starfsfólki ekki sagt upp. Ályktunin í heild sinni: „Félagsfundurinn mótmælir harðlega þeim launalækkunaraðgerðum sem Reykjavíkurborg hefur er gripið til gagnvart starfsmönnum sínum. Aðgerðir þessar og aðferðafræði sú sem beitt er við þær brjóta flest grundvallaratriði í samskiptum aðila á vinnumarkaði. Það er óásættanlegt að stærsta sveitarfélag landsins skuli á þennan máta ráðast á ráðningarkjör starfsmanna, án þess að hafa í raun leitað allra annarra leiða til lausna á fjárhagsvanda borgarinnar. Starfsmenn Reykjavíkur hafa sætt lakari kjörum en aðrir, undir því yfirskyni að þeir byggju í staðinn við atvinnuöryggi. Það hlýtur því að sæta furðu að þegar á þetta atvinnuöryggi reynir skuli þeir þurfa að greiða það enn hærra verði. Alvarlegast er þó að þessar aðgerðir eru keyrðar fram án þess að samráðs væri leitað við starfsfólk um aðrar hugsanlegar leiðir og þær eru lagðar fram undir ógn hugsanlegra uppsagna, sem borgin muni grípa til fái hún ekki sínu framgengt. Félagsfundurinn krefst þess að Reykjavíkurborg virði lög- og samningsbundinn rétt starfsmanna sinna. Breytingar á ráðningarkjörum sæta sama uppsagnarfresti og ráðningarmál almennt, sem hjá Reykjavíkurborg eru 3 - 6 mánuðir hjá fastráðnum starfsmönnum. Fundurinn krefst þess jafnframt að jafnræðis verði gætt í öllum aðgerðum borgarinnar, þannig að þær verði ekki misíþyngjandi fyrir starfsmenn eftir sviðum. Ennfremur krefst fundurinn þess að verði aðgerðum þessum framfylgt verði nýjum samningum við starfsmenn sett skýr og ákveðin tímamörk og að þeim loknum taki fyrri launakjör við aftur."
Tengdar fréttir Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59 Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41 Yfirvinna endurskoðuð - engar uppsagnir Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að við endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi rauði þráðurinn í aðgerðunum verið að tryggja störf starfsmanna. Þeir sem hæst launin hafa taka á sig hlutfallslega mesta lækkun fastra heildarlauna og við endurskoðun fastlaunasamninga sé sú regla höfð i heiðri að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum. 30. janúar 2009 16:19 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Samfylking óskar skýringa á launabreytingum Samfylkingin hefur sent borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar bréf og óskað skýringa á framgöngu við uppsagnir fastlaunasamninga og launalækkun hjá starfsfólki borgarinnar sem áformaðar eru. 30. janúar 2009 12:59
Óskar: Grunnlaun ekki lækkuð heldur dregið úr yfirvinnu Grunnlaun starfsmanna Reykjavíkurborgarar lækka ekki heldur verður dregið úr yfirvinnu, að sögn Óskars Bergssonar formanns borgarráðs. „Við höfðum náttúrulega samráð við okkar sviðsstjóra en það er hugsanlega misjafnt hvernig menn hafa unnið úr því hver fyrir sig. Við erum ekki að lækka grunnlaun heldur að draga úr yfirvinnu." 30. janúar 2009 13:41
Yfirvinna endurskoðuð - engar uppsagnir Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, segir að við endurskoðun á yfirvinnu hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi rauði þráðurinn í aðgerðunum verið að tryggja störf starfsmanna. Þeir sem hæst launin hafa taka á sig hlutfallslega mesta lækkun fastra heildarlauna og við endurskoðun fastlaunasamninga sé sú regla höfð i heiðri að lækka ekki föst heildarlaun sem eru undir 300 þúsund krónum. 30. janúar 2009 16:19