Innlent

Ríkisstjórnin á að mótmæla íhlutun OECD í íslensk stjórnmál

Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi blandað sér í íslensk stjórnmál með yfirlýsingum í dag þar sem þeir hvöttu til upptöku evru á grundvelli ESB-aðildar. Hafi þetta ekki verið gert í samráði við ríkisstjórnina á hún að mati Björns að mótmæla þessari íhlutun OECD í íslensk stjórnmál.

Að mati OECD verður til lengri tíma litið Íslandi best borgið innan Evrópusambandsins. Til að koma á stöðugleika hér á landi verður Ísland að sækja um aðild og taka upp evruna. Stofnunin kynnti í morgun efnahagsskýrslu sína.

„Þeir gera þetta örugglega ekki nema vegna þess að ríkisstjórnin hefur gefið grænt ljós til þess. Sé svo ekki, ætti ríkisstjórnin að mótmæla þessari íhlutun í mál, sem ekki er á könnu OECD," segir Björn í pistli á heimasíðu sinni í kvöld.


Tengdar fréttir

OECD: Mikið rými til að skera niður ríkisútgjöld

Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland.

OECD: Frysta eða lækka laun opinberra starfsmanna

Meðal þeirra atriði sem OECD ræðir um í nýrri skýrslu sinni um Ísland er að hin mikla raunhækkun launa meðal opinbera starfsmanna á undan förnum árum þurfi nú að ganga til baka. OECD mælir með því að launin verði fryst eða lækkuð sem liður í niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×