Innlent

Jón hættir líka í Seðlabankanum

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Jón Sigurðsson gerir ráð fyrir að biðjast lausnar úr starfi sínu í stjórn Seðlabanka Íslands, en hann er varaformaður stjórnarinnar skipaður af Samfylkingunni. Fyrr í dag lét hann af störfum sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Frá þessu er greint á vefsíðu DV.

Jón sem er menntaður í þjóðhagfræði sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og var um skeið ráðherra. Hann var einnig forstjóri Þjóðhagsstofnunnar, Seðlabankastjóri og Aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans.

Ekki náðist í Jón vegna málsins.




Tengdar fréttir

Björgvin segir líklega af sér

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra.

Þiggur ekki biðlaun

Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan.

Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum

Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum.

Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint.

Jónas hættir 1. mars

Stjórn Fjármálaeftirlitsins gekk í dag frá samkomulagi um starfslok Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra eftirlitsins, frá 1. mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×