Innlent

Sló lögreglumann í andlitið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/ Valgarður.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/ Valgarður.
Tuttugu og tveggja ára gömul kona var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að slá lögreglumann við skyldustörf í andlitið. Atvikið átti sér stað í Austurstræti í ágúst í fyrra og játaði konan brot sitt. Fram kemur í dómnum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, að konan hafi ekki gerst sek um refsivert brot áður og það hafi áhrif á ákvörðun um refsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×