Enski boltinn

Palacios á leið til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wilson Palacios í leik með Wigan.
Wilson Palacios í leik með Wigan. Nordic Photos / Getty Images

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, segir að félagið hafi í helstu aðalatriðum samþykkt að selja miðvallarleikmanninn Wilson Palacios til Tottenham.

Tilboðið er sagt nema um fjórtán milljónum punda en Wigan mun hafa hafnað öðru tilboði frá Tottenham upp a tíu milljónir punda.

„Félögin hafa nánast komið að samkomulagi um kaupverð. Nú snýst málið um hvernig greiðslan verði reidd af hendi."

„Wilson er þó enn með okkur og tekur þátt í undirbúningnum fyrir leikinn gegn Manchester City á morgun af fullum krafti. Svona er staðan núna en við skulum sjá hvað gerist á næstu klukkutímum."

Palacios er frá Hondúras og kom til Wigan fyrir ári síðan. Hann hefur staðið sig afar vel og verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×