Íslenski boltinn

Umfjöllun: Marel bjargaði stigi fyrir Valsmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Aðalsteinsson hér í baráttunni í kvöld.
Baldur Aðalsteinsson hér í baráttunni í kvöld. Mynd/Vilhelm

Marel Baldvinsson tryggði Valsmönnum stig á móti Grindavík í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld. Marel jafnaði leikinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Valsmenn voru búnir að pressa Grindavík nær allan seinni hálfleik.

Grindvíkingar unnu 8 af 11 útileikjum sínum síðasta sumar og lengi vel leit út fyrir að þeir væru að fara heim með þrjú stig enn á ný. Liðið spilaði þéttan varnarleik og beitti síðan hættulegum skyndisóknum.

Grindvíkingar stríddu heimamönnum með markvissum skyndisóknum og eftir eina slíka vann Scott Ramsay aukaspyrnu út á hægri kanti á 16. mínútu. Ramsay tók spyrnuna sjálfur og skoraði að því virtist í gegnum Kjartan Sturluson markmann Valsmann. Skotið var vissulega fast en Kjartan átti að gera miklu betur.

Valsmenn stuðuðust við markið og gekk mjög illa að byggja upp sóknir fram að hálfleik. Það hjálpaði heldur ekki upp á öryggi varnarinnar að Reynir Leósson varð að fara meiddur af velli eftir aðeins 22 mínútur. Sóknarleiknum hjá Val var best lýst sem hálfgerðum göngubolta þar sem boltinn var lengi á leiðinni upp völlinn og því reyndist Grindavíkingum það afar auðvelt að loka svæðunum fram að hálfleik.

Willum Þór Þórsson sendi Guðmund Stein Hafsteinsson inn á í seinni hálfeik og hann fór strax að láta til sína taka. Guðmundur lífgaði mikið upp á sóknarleik Valsliðsins en hefði þótt mátt fara betur með nokkur upplögð færi sem hann fékk. Valsmönnum gekk annars illa að hitta markið og fóru þeir oft klaufalega að þegar boltinn datt fyrir þá í teignum.

Pressa Valsmanna jókst þó með hverri mínútunni og það gerðu sér flestir grein fyrir því að eitthvað yrði undan að láta. Grindvíkingar duttu aftar og aftar á völlinn og það varð þeim loks að falli.

Jöfnunarmarkið kom loksins á 83. mínútu leiksins þegar Atli Sveinn Þórarinsson átti langa sendingu fram völlinn, Guðmundur skallaði boltann áfram á Marel sem skoraði með skalla úr markteignum.

Bæði lið átti ágætar sóknir eftir þetta en mörkin urðu ekki fleiri. Grindvíkingar fögnuðu fyrsta stigi sumarsins en Valsmenn fóru enn á ný vonsviknir af velli. Valsliðið hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum umferðunum og það er alltof lítið fyrir jafnvel mannað lið.

Leikurinn var í beinni lýsingu á Boltavaktinni og má lesa lýsingu leiksins hér: Valur - Grindavík.



Valur–Grindavík 1-1

0-1 Scott Ramsay (16.)

1-1 Marel Baldvinsson (83.)

Vodafone-völlur. Áhorfendur: 1054

Dómari: Kristinn Jakobsson (8)

Skot (á mark): 17-8 (3-4)

Varin skot: Kjartan 3 - Óskar 2.

Horn: 7-3

Aukaspyrnur fengnar: 16-5

Rangstöður: 2-0

Valur (4-4-2):

Kjartan Sturluson 3

Steinþór Gíslason 5

(77., Viktor Unnar Illugason -)

Reynir Leósson 5

(22. Guðmundur Viðar Mete 4)

Atli Sveinn Þórarinsson 5

Bjarni Ólafur Eiríksson 6

Baldur Aðalsteinsson 5

(46., Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7) - Maður leiksins -

Ian David Jeffs 4

Sigurbjörn Hreiðarsson 4

Ólafur Páll Snorrason 6

Helgi Sigurðsson 5

Marel Jóhann Baldvinsson 6

Grindavík (4-5-1)

Óskar Pétursson 6

Ray Anthony Jónsson 6

Zoran Stamenic 6

Bogi Rafn Einarsson 6

Jósef Kristinn Jósefsson 6

Scott Ramsay 6

Marko Valdimar Stefánsson 6

Orri Freyr Hjaltalín 5

(55., Óli Baldur Bjarnason 5)

Jóhann Helgason 4

Sveinbjörn Jónasson 5

(75., Óttar Steinn Magnússon -)

Gilles Mbang Ondo 6

(65., Þórarinn Kristjánsson 4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×