Íslenski boltinn

Eiður Aron: Við jörðuðum þá

Ellert Scheving skrifar
Úr leik ÍBV og Stjörnunnar fyrr á leiktíðinni.
Úr leik ÍBV og Stjörnunnar fyrr á leiktíðinni. Mynd/Valli
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið að stimpa sig inn í vörn Eyjamanna að undanförnu og átti skínandi leik í dag. Þessi ungi varnarmaður var að vonum himinlifandi eftir leikinn í dag. "Við vorum klárlega betra liðið það er alveg á hreinu. Við byrjuðum betur og jörðuðum þá alveg."

Sóknarleikur Grindavíkur var afar ósannfærandi í dag en flestar sóknir liðsins fóru í gegnum einn mann - Scott Ramsay - en það er ekki hægt að leggja slíka byrði á einn mann.

"Þeir áttu ekkert í þessum leik, ég held meira að segja að þeir hafi ekki átt eitt almennilegt færi. Þeir fengu auðvitað víti í restina en það er allt og sumt."

Eyjamenn byrjuðu tímabilið hræðilega en virðast núna hafa fundið réttu leiðina að markinu. Hásteinsvöllur var, er og verður alltaf erfiður heimavöllur og Eiður lofar að hér muni þeir taka öll stig sem eftir eru í boði.

"Við tökum bara öll stig sem eftir eru í boði hérna heima. Það er klárt mál ekkert meira um það að segja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×