Íslenski boltinn

Björn Daníel: Mikilvægt að fara í hléið með sigur á bakinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Björn Daníel í leiknum í kvöld.
Björn Daníel í leiknum í kvöld. Mynd/Anton

Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö af mörkum FH í 3-0 sigrinum á Fjölni í kvöld. Mörkin hans komu í upphafi beggja hálfleikja.

„Ég hefði vel getað sett eitt til tvö mörk í viðbót en það er allt í lagi að ná allavega tveimur," sagði Björn Daníel. „Við hefðum alveg getað spilað aðeins betur. Þeir pressuðu aðeins á okkur og settu háa bolta fram á Gunna og við vorum ekki að vinna seinni boltann nægilega oft."

„En meðan við erum að skora svona mörg mörk þá er þetta allt í lagi. Það var gott að ná marki strax í seinni hálfleik því þeir ætluðu örugglega að reyna að koma inn í hann af krafti," sagði Björn.

„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná sigri hér í kvöld og vera á toppnum í þessu tveggja vikna hléi sem er framundan," sagði Björn en Heimir Guðjónsson þjálfari sagði við Vísi að ef þeir hefðu ekki náð sigri hefði hann látið menn hlaupa stanslaust í fríinu.

„Ég hefði hvort sem er ekki fundið fyrir því þar sem ég er að fara í verkefni með U21 landsliðinu. Ég hefði sloppið!" sagði Björn Daníel og hló.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×