Enski boltinn

Ekkert lát á ógöngum Tottenham gegn Arsenal

Ómar Þorgeirsson skrifar
Markaskorararnir Robin van Persie og Cesc Fabregas.
Markaskorararnir Robin van Persie og Cesc Fabregas. Nordic photos/AFP

Arsenal vann 3-0 sigur gegn Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á Emirates-leikvanginum í dag. Robin van Persie skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og Cesc Fabregas eitt.

Tottenham náði að halda ágætlega aftur af Arsenal framan af leik en tvö mörk með skömmu millibili í lok fyrri hálfleiks breyttu gangi leiksins.

Robin van Persie opnaði markareikninginn fyrir Arsenal á 42. mínútu en þegar leikmenn Tottenham voru nýbúnir að taka miðju stal Fabregas boltanum af þeim og óð upp völlinn og lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og skilaði boltanum í markið.

Glæsilegt mark og klárlega eitt af mörkum tímabilsins til þessa. Staðan í hálfleik var því 2-0.

Eftir klukkutíma leik bætti van Persie svo við þriðja markinu og það gerði út um leikinn og Tottenham náði sér engan veginn á strik.

Tottenham hefur ekki unnið deildarleik gegn Arsenal í tíu ár og stuðningsmenn félagsins þurfa nú enn að bíða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×