Fótbolti

Leikmenn vilja halda Drillo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Arne Riise í leiknum í gær.
John Arne Riise í leiknum í gær. Mynd/Daníel
Leikmenn norska landsliðsins vilja að Egil „Drillo" Olsen verði áfram landsliðsþjálfari, sagði John Arne Riise við norska fjölmiðla í gær.

„Við leikmenn viljum að Drillo haldi áfram, við erum mjög ánægðir með hann. Hans afstaða til knattspyrnunnar hentar okkur mjög vel."

„Það ríkir einnig góð stemning í leikmannahópnum, bæði hjá yngri og eldri leikmönnum."

Riise sagði að það hefðu verið leikirnir tveir gegn Íslandi sem gerðu út um HM-vonir Norðmanna. Báðum lyktaði með jafntefli.

„Við vorum óheppnir á heimavelli en þar vorum við betri og fengum aðeins jafntefli. við vorum kannski ekki betri í kvöld en við erum með betra lið á pappírnum og eigum að vinna Ísland," sagði Riise í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×