Fótbolti

Þjálfari Englands: Alls ekki ósátt við leikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hope Powell, þjálfari enska kvennalandsliðsins.
Hope Powell, þjálfari enska kvennalandsliðsins.

Íslenska kvennalandsliðið vann það enska 2-0 í æfingaleik í gær. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin. Þrátt fyrir tapið var þjálfari enska liðsins ekki ósátt.

„Auðvitað hefði ég viljað sigur í þessum leik en það var fullt af jákvæðum punktum. Ungar stelpur og nýir leikmenn voru að fá tækifæri," sagði Hope Powell þjálfari en hún stillti ekki upp sínu sterkasta liði.

„Sendingarnar innan liðsins voru alls ekki nægilega góðar og það skemmdi fyrir okkur. En á heildina litið er ég alls ekki ósátt við það sem ég sá. Það var mikilvægt að gefa öllum tækifæri fyrir Evrópumótið og ég fékk svör við nokkrum mikilvægum spurningum."

„Vonandi munu leikmenn rífa sig upp eftir þennan leik og fara með jákvæðum huga inn í Evrópumótið," sagði Powell sem segist aldrei hafa haft úr jafn breiðum hópi leikmanna að velja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×