Enski boltinn

Þýskur framherji til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Savio Nsereko í leik með þýska U-19 landsliðinu.
Savio Nsereko í leik með þýska U-19 landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts

West Ham mun í dag staðfesta kaup á þýska framherjanum Savio Nsereko frá ítalska B-deildarliðinu Brescia og er honum ætlað að fylla skarð Craig Bellamy sem var seldur til Manchester City.

Nsereko er nítján ára gamall og fæddur í Úganda. Kaupverðið hefur ekki fengist uppgefið en samkvæmt heimildum fréttastofu BBC er það talið vera meira en 7,5 milljónir punda sem félagið greiddi fyrir Bellamy árið 2007. Það kaupverð var félagsmet.

Gianluca Nani, yfirmaður tæknimála hjá West Ham, þekkir vel til Nsereko frá sínum tíma hjá Brescia.

Hann varð Evrópumeistari U-19 liða með þýska landsliðinu í Tékklandi í fyrra og var þar að auki valinn besti leikmaður mótsins. Hann hefur einnig verið orðaður við Roma og Juventus.

Nsereko hefur skorað þrjú mörk í sautján leikjum með Brescia á tímabilinu til þessa.

En reynist þessar fregnir réttar eru það góðar fréttir fyrir stuðningsmenn West Ham enda á eigandi félagsins, Björgólfur Guðmundsson, í miklum fjárhagsvandræðum og að félagið væri ekki í aðstöðu til að kaupa leikmenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×