Innlent

Óskar: Úrslitin vonbrigði

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og sitjandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að úrslitin í kosningu um oddvitasæti flokksins séu vonbrigði. Hann ætlar að leggja sitt af mörkum í komandi kosningabaráttu.

Óskar hlaut 38% atkvæða en Einar Skúlason, varaþingmaður, 62% í kosningu um fyrsta sætið á kjörfundi framsóknarmanna þar sem valið er í efstu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Framsóknarflokkurinn fékk einn mann kjörinn í borgarstjórnarkosningunum 2006. Óskar tók sæti sem borgarfulltrúi þegar Björn Ingi Hrafnsson baðst lausnar í janúar 2008.

Á kjörfundinum verður kosið í sex efstu sæti listans með meirihlutakosningu og í sæti 7 til 12 með prófkjörsleið. Niðurstöður valsins eru bindandi. Atkvæðisrétt hafa félagsmenn í Framsóknarfélögunum í Reykjavík.

Kosning í annað sæti listans hófst fyrir skömmu. Í kjöri eru Guðrún Valdimarsdóttir, Salvör Gissurardóttir og Valgerður Sveinsdóttir.


Tengdar fréttir

Einar sigraði sitjandi borgarfulltrúa

Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, sigraði Óskar Bergsson, borgarfulltrúa, í kosningu um oddvitasæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Einar hlaut 62% atkvæða.

Talning hafin á kjörfundi framsóknarmanna

Kosningu um oddvitasæti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum lauk á 12 tímanum og er talning hafin. Kjörfundur fer fram á Hótel Loftleiðum og berjast Einar Skúlason, varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, um fyrsta sætið.

Einar og Óskar berjast um oddvitasætið

Kjörfundur framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hefst klukkan tíu á Hótel Loftleiðum. Einar Skúlason, fyrrverandi skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi, takast á um oddvitasætið. Alls eru 20 frambjóðendur í kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×