Innlent

Björgunarsveitamenn leita Aldísar á morgun

Aldísar Westergren hefur verið saknað síðan 24. febrúar.
Aldísar Westergren hefur verið saknað síðan 24. febrúar.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu leita að Aldísi Westergren, sem saknað hefur verið síðan 24. febrúar, á morgun. Leitað verður á svæði í kringum heimili hinnar týndu, þar með talið svæðið í kringum Reynisvatn.

Í tilkynningu frá Slysvarnarfélaginu Landsbjörgu segir að gert sé ráð fyrir að um 250 björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum komi að leitinni, sem hefst upp úr klukkan átta í fyrramálið.

Þann 9. mars síðastliðinn var tilkynnt að leit að Aldísi Westergren væri formlega hætt en rannsóknarlögreglan myndi rannsaka málið sem mannshvarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×