Fótbolti

Commons ætlar að ná Íslandsleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Indriði Sigurðsson og Kris Commons í baráttunni á Laugardalsvellinum.
Indriði Sigurðsson og Kris Commons í baráttunni á Laugardalsvellinum. Mynd/Vilhelm

Kris Commons, sóknarmaður í skoska landsliðinu, segir að hann ætli að gera allt sem í hans valdi standi til að ná leikjum liðsins gegn Hollandi og Íslandi í undankeppni HM 2010.

Skotland mætir fyrst Hollandi þann 28. mars og svo Íslandi miðvikudaginn 1. apríl á heimavelli.

Commons meiddist á kálfa í síðasta mánuði en ætlar að ná sér góðum fyrir leikina tvo. Hann leikur með Derby í ensku B-deildinni.

„Ég er að miða við að spila leikinn gegn Barnsley þann 21. mars og fara þá í landsleikina ef allt gengur að óskum. Ég mun gera allt til að ná þeim og það væri frábært að fá að spila með landsliðinu."

Kris Commons á einn byrjunarlðisleik að baki í undankeppninni. Það var í leik Skota gegn Íslandi á Laugardalsvellinum sem Skotar unnu, 2-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×