Enski boltinn

Mikilvægur sigur Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Brown, stjóri Hull.
Phil Brown, stjóri Hull. Nordic Photos / Getty Images
Hull vann í dag mikilvægan 2-1 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni.

Jan Vennegoor of Hesselink skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma. Hann náði að fylgja eftir skoti Jimmy Bullard sem Thomas Sörensen náði að verja.

Matthew Ethrington kom Stoke yfir þegar hann skoraði úr þröngu fyrir en Seyi Olofinjana, fyrrum leikmaður Stoke, jafnaði metin fyrir Hull.

Abdoulaye Faye, leikmaður Stoke, fékk svo að líta rauða spjaldið áður en Vennegoor of Hesselink skoraði sigurmark leiksins.

Hull komst með sigrinum upp úr fallsæti en Stoke er enn í níunda sæti deildarinnar.

Sigurinn þýðir einnig að Phil Brown fær nú meira svigrúm til að safna fleiri stigum en hann hefur verið sagður valtur í sessi hjá Hull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×