Íslenski boltinn

Marel: Þetta leit ekki voðalega vel út en við hættum aldrei

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marel Baldvinsson í kröppum dansi í kvöld.
Marel Baldvinsson í kröppum dansi í kvöld. Mynd/Vilhelm

Marel Baldvinsson tryggði Valsmönnum jafntefli á móti Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld með marki sjö mínútum fyrir leikslok.

„Það eyðilagði mikið fyrir okkur að lenda undir og við gerðum okkur erfitt fyrir í dag. Við vissum að Grindavík myndi koma til þess að sækja eitt stig eins og sást á þeirra leik því þeir féllu gríðarlega mikið til baka. Það var lítið svæði fyrir okkur að spila á sóknarlega," sagði Marel.

„Við sýndum ákveðinn karakter með því að reyna og reyna áfram þó að það hafi ekki verið fallegasta spilið. Við uppskárum eitt mark að lokum en við erum engan veginn sáttir við það," sagði Marel sem skoraði eitt og lagði upp annað í 3-1 sigri á Fjölni í fyrsta leiknum sínum á Vodafone-vellinum.

„Það telur lítið að skora ef að við vinnum ekki. Ég hefði frekar ekki viljað skora og vinna leikinn. Við verðum bara að spýta í lófana," sagði Marel en Valsmenn hafa bara fengið fjögur stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum.

Pressa Valsmanna var mikil í lokin og fór Marel þar fremstur í flokki.

„Við settum mikla pressu á þá í lokin og þeir voru bara að reyna að halda í fenginn hlut. Þetta leit ekki voðalega vel út en við hættum aldrei og höfðu alltaf trú á að þetta myndi koma. Það kom eitt mark en við þurftum tvö en það kom ekki í dag," sagði Marel að lokum




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×