Innlent

Jón Baldvin ekki í formannsslaginn

Jón Baldvin Hannibalsson segir frambjóðendur hafa skynjað hann sem utanaðkomandi ógn.
Jón Baldvin Hannibalsson segir frambjóðendur hafa skynjað hann sem utanaðkomandi ógn.

Jón Baldvin Hannibalsson mun ekki bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar né taka sæti eftir að hafa hafnað í þrettánda sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Þetta kom fram í pistli sem Jón Baldvin ritaði á vefsvæði Pressunar (pressan.is).

Jón Baldvin útlistar hugsalegar skýringar á „hraklegri útreið" sinni eins og hann orðar það sjálfur. Hann tölusetur ástæðurnar og segir að í fyrsta lagi sé ástæðan lokað forval. Í öðru lagi hafi þátttaka í prófkjörinu verið aðeins um fjörtíu prósent - sem þykir lítil. Og í þriðja og síðasta lagi þá hafi myndast banadalög heimavarnaliða helstu frambjóðanda gegn „utanaðkomandi ógn"

„Við þetta bætist, að sögn stuðningsmanna minna, að krafa mín (sem flestir tóku undir prívat en ekki upphátt) um að formaður SF viðurkenndi pólitíska ábyrgð sína á hruninu sem annar af tveimur oddvitum fyrrverandi ríkisstjórnar og viki, - þessi krafa þótti ber vott um "refsiverða háttsemi" og gott ef ekki "kvenfjandsamlega," eins og því var lýst," ritar Jón Baldvin ennfremur í pistli sínum.

Jón Baldvin segir að innsti kjarni Samfylkingarinnar höndli ekki hina lýðræðislegu kröfu um pólitíska ábyrgð auk þess sem honum þykir óeðlilegt að frambjóðendur panti sæti; það sé kjósenda að vísað þeim til sætis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×