Innlent

Karl Georg sýknaður af ákæru um fjársvik

Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður, sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda til að selja stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna, var í dag sýknaður í Héraðdómi Reykjavíkur.

Karl Georg segir að niðurstaðan sé gríðarlegur léttir fyrir sig. Hann sagði einnig að loknum dómi að vissir aðilar í kerfinu hafi unnið gegn sér með miklu offorsi í kjölfar þess að hann flutti mál gegn ríkinu og þar nefndi hann sérstaklega Jón H.B Snorrason, saksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra, segir að málinu verði líklega áfrýjað.

Karl Georg var ákærður fyrir að hagnýta sér „ranga hugmynd" Sigurðar um hámarkverð á bréfunum. Karl er ákærður fyrir að hafa greitt 25 milljónir fyrir hvert bréf.

Félagið A. holding í Lúxemborg sem er í eigu Baugs seldi bréfin síðan á 45 milljónir hvert bréf. Við meðferð málsins sagðist Karl Georg aðeins hafa verið milligöngumaður og ekkert haft með verð bréfanna að gera sem hafi verið það sama og aðrir seljendur fengu.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×