Innlent

Ástþór afhendir útvarpsstjóra uppsagnarbréf

Ástþór færir útvarpsstjóra uppsagnarbréf.
Ástþór færir útvarpsstjóra uppsagnarbréf.

Ástþór Magnússon, formaður Lýðræðishreyfingarinnar, hefur sagt Páli Magnússyni útvarpsstjóra uppsagnarbréf og sakað hann um að fótum troða skyldur sínar sem útvarpsstjóra Ríkisútvaprssins sem er skylt að gæta jafnræðisreglu og halda í heiðri lýðræðislegar grundvallareglur.

„Þú hefur virt að vettugi fjölda erinda sem Lýðræðishreyfingin hefur sent til þín og eftirlitsstofnana með óskir um úrbætur Engin svör hafa borist frá þér þrátt fyrir að málið hafi nú ítrekað verið kært til Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu. Ljóst er að þú ert með öllu óhæfur til að annast rekstur ríkisfjölmiðils okkar Íslendinga. Áframhaldandi rekstur Ríkisútvarpsins undir þinni stjórn er líklegt til að þessi áður virðulega stofnun þjóðarinnar verði að athlægi á alþjóðavettvangi. Nú þegar, í kjölfar margumtalaðs Kastljósviðtals við erlendan fræðimann í friðarmálum, er Íslenska ríkisútvarpinu er líkt við fjölmiðla í enræðisríkjum á ráðstefnum og í fyrirlestrum um slík mál," segir Ástþór í uppsagnarbréfinu til Páls.

Ástþór segir að Lýðræðishreyfingin sé tilbúin að skipa nýjan og hæfari útvarpsstjóra og koma Ríkisútvarpinu á réttan kjöl, bæði hvað varði að koma á lýðræðislegum vinnubrögðum svo og að rétta af fjárhag stofnunarinnar sem virðist í rúst eftir þig. Hann skorar því á Pál að verða við þeim tilmælum að láta af störfum áður en hann valdi þjóðinni meiri skaða en þegar sé orðið undir þinni stjórn. „Íslenska þjóðin á Ríkisútvarpið og fréttaefnið sem þar er framleitt og sent út. Skýr lög og reglur hafa verið sett um slíkt efni til að gæta lýðræðislegs réttar allra landsmanna. Útilokað er að sætta sig við að misvitrir einstaklingar í stjórnarstöðum Ríkisútvarpsins fótum troði þennan rétt okkar," segir í uppsagnarbréfinu frá Ástþóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×