Innlent

Ísland fær undanþágu frá reglum um hvíldartíma

Bílstjórar hafa mótmælt hvíldartímaákvæðum ákaft.
Bílstjórar hafa mótmælt hvíldartímaákvæðum ákaft.

Fastanefnd EFTA ríkjanna hefur samþykkt undanþágubeiðni Íslands frá reglum Evrópusambandsins um akstur og hvíld atvinnubílstjóra. Þar með er fallist á sérstöðu Íslands í samgöngumálum en vegakerfi landsins og aðstæður atvinnubílstjóra til hvíldar hér á landi eru mjög frábrugðnar því sem gerist á meginlandi Evrópu auk þess sem íslenskt veðurfar getur sett strik í reikninginn að því er segir í tilkynningu frá samtökum atvinnulífsins.

Þessi undanþága þýðir að reglugerð Evrópusambandsins mun því verða innleidd hér á landi með meiri sveigjanleika en í öðrum ríkjum á hinu Evrópska efnahagssvæði.

Nánar má kynna sér málið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×