Erlent

Vinnur þú milljón fyrir að smella á þessa frétt?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nei, þú vannst ekki milljón núna en þú smelltir samt á fréttina. Tölvuþrjótar moka inn seðlum á þessari speki.
Nei, þú vannst ekki milljón núna en þú smelltir samt á fréttina. Tölvuþrjótar moka inn seðlum á þessari speki.

Tölvuklækjarefum vex nú fiskur um hrygg sem aldrei fyrr. Nígeríubréf, vafasamir lottóvinningar og tilboð sem eiga engan sinn líka hafa fundið nýjar leiðir fram hjá hinni háþróuðu póstsíu Postini sem runnin er undan rifjum Google.

Talsmenn Microsoft segja um ört stækkandi vandamál að ræða og nú sé svo komið að engin leið sé að áætla hversu mikla fjármuni óprúttnir aðilar ná að fiska upp úr vösum grandalausra netnotenda. Máli sínu til stuðnings benda sérfræðingar á að miðað við magn pósts sem þrjótar senda frá sér þurfi ekki nema eitt prósent viðtakenda að bíta á agnið til að gróði svikaranna hlaupi á milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×