Innlent

Auðlindagjald Reykjanesbæjar hærra en tíðkast hér á landi

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að auðlindagjald sveitarfélagsins sé mun hærra en tíðkast hér á landi.

„Upplýsingar sem aflað var við undirbúning að nýtingargjaldi á náttúruauðlindum sem Reykjanesbær innheimtir af HS Orku hf., benda allar til að gjaldið sem Reykjanesbær innheimtir sé það hæsta sem greitt er hér á landi," segir Árni í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér vegna tíðra ummæla í fjölmiðlum um að auðlindagjald það sem samningur á milli Reykjanesbæjar og HS Orku, geri ráð fyrir, sé „lágt."

Í tilkynningunni segir að auk Íslands hafi sambærilegir samningar frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Filippseyjum og Evrópu verið skoðaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×