Enski boltinn

Guðjón lagði mig í einelti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael O'Connor í leik með Crewe í janúar síðastliðnum.
Michael O'Connor í leik með Crewe í janúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images
Michael O'Connor, leikmaður Crewe, segir að Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri liðsins hafi lagt sig í einelti strax frá fyrsta degi sínum hjá félaginu.

O'Connor er nú í láni hjá Lincoln City í ensku C-deildinni þar sem Crewe leikur einnig.

Guðjón ákvað að vísa honum úr liði Crewe eftir atvik sem átti sér stað á ferðalagi liðsins til Brighton um síðustu helgi. Ýmsar sögusagnir hafa gengið um hvað hafi átt sér stað á ferðalaginu en O'Connor vildi ekki svara þeim í samtali við enska fjölmiðla.

„Þetta eru allt lygar. Guðjóni líkar ekki við mig. Ég var hjá Crewe í níu ár og lenti aldrei í neinum vandræðum. Hann lagði mig í einelti og sagði mér að hann ætlaði gera mig að fordæmi fyrir aðra leikmenn."

O'Connor á enn eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og segist vilja spila aftur fyrir það.

„Ég vil spila aftur með Crewe en ekki fyrir þennan knattspyrnustjóra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×