Lífið

Kajagoogoo í tónleikaferð

Limahl úr Kajagoogoo
Limahl úr Kajagoogoo

Kajagoogoo ætlar í sína fyrstu tónleikaferð um Bretland með upprunalegum mannskap í rúm 25 ár.

Hljómsveitin gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við Too Shy, Ooh To Be Ah og Big Apple. Hún hætti nokkrum mánuðum eftir að Too Shy fór á toppinn í Bretlandi.

Söngvarinn Limahl, sem er orðinn fimmtugur, segir að það hafi tekið hljómsveitina 25 ár að vaxa úr grasi. Limahl, sem heitir réttu nafni Christopher Hamill, hætti í sveitinni árið 1983 og í stað hans tók bassaleikarinn Nick Beggs við hljóðnemanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.