Erlent

Öryggisráð SÞ ályktar um vopnahlé á Gaza

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Öryggisráð SÞ.
Öryggisráð SÞ. MYND/Britannica

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í nótt ályktun um að krefjast þegar í stað vopnahlés á Gaza-svæðinu. Fjórtán af 15 ráðsmönnum samþykktu ályktunina en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Í ályktuninni er áhersla lögð á varanlegt vopnahlé sem hefjist þegar í stað og verði virt auk þess sem ísraelskar hersveitir hverfi frá Gaza án tafar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×