Enski boltinn

Vafasamt met hjá Dunne - enn einn áfanginn hjá Giggs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Richard Dunne fær að líta rauða spjaldið í dag.
Richard Dunne fær að líta rauða spjaldið í dag. Nordic Photos / AFP

Richard Dunne jafnaði ansi vafasamt met í ensku úrvalsdeildinni í dag er hann fékk að líta reisupassann í leik Manchester City gegn Wigan í dag.

Þetta var áttunda rauða spjaldið sem Dunne fær í leik í ensku úrvalsdeildinni á sínum ferli - bæði með Everton og Manchester City.

Þar með jafnaði hann met Duncan Ferguson (Everton og Newcastle) og Patrick Vieira (Arsenal) sem báðir fengu að líta átta rauð spjöld á sínum ferlum í ensku úrvalsdeildinni.

Ekki ómerkari menn en Alan Smith, Vinnie Jones og Roy Keane koma næstir á þessum lista með sjö rauð spjöld hver.

Ryan Giggs kom inn á sem varamaður í leik Manchester United og Bolton í dag og lék þar með sinn 550. leik í efstu deild á Englandi með United. Aðeins þrír menn hafa náð þeim árangri áður en það eru þeir Bobby Charlton (alls 606 leikir í efstu deild) og Bill Foulkes (566).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×