Enski boltinn

Vandræði Björgólfs ógna Evrópusæti West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson, til hægri.
Björgólfur Guðmundsson, til hægri. Nordic Photos / Getty Images
Enska dagblaðið The Telegraph greinir frá því í dag að West Ham hafi ekki enn skilað inn þeim gögnum sem liðið þarf til að fá leyfi til að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð.

Um síðustu mánaðamót rann út frestur til að sækja um félagsleyfi UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, sem þarf til að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins. West Ham hefur þó til loka mánaðarins til að koma sínum málum í lag.

The Telegraph segir að þetta sé vegna yfirvofandi eigendaskipta West Ham. Eignarhaldsfélagið Hansa á West Ham og er í greiðslustöðvun. Björgólfur Guðmundsson er eigandi Hansa.

Blaðið segir að Straumur fjárfestingarbanki muni taka við stjórn félagsins en bankinn er reyndar einnig í greiðslustöðvun.

Það hefur enn fremur heimildir fyrir því að nýir eigendur ætli sér ekki að selja West Ham strax heldur að bíða þar til að markaðurinn jafnar sig. Þá standi til að sækja um öll tilskilin leyfi til að geta tekið þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×