Íslenski boltinn

Dómaranefnd búin að raða niður á fyrstu umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Valgeirsson dæmir opnunarleik Pepsi-deildar karla.
Jóhannes Valgeirsson dæmir opnunarleik Pepsi-deildar karla. Mynd/Stefán

Dómaranefnd KSÍ er búin að ákvaða hvaða dómarar muni dæma leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla sem hefst á sunnudaginn.

Jóhannes Valgeirsson mun dæma opnunarleik KR og Fjölnis sem hefst klukkan 17.15 á sunnudaginn. Jóhannes er einn fjögurra dómara sem dæmdu líka í fyrstu umferð í fyrra en hinir eru Kristinn Jakobsson, Einar Örn Daníelsson og Magnús Þórisson.

Kristinn Jakobsson dæmir stórleik fyrstu umferðar þegar tvö efstu lið síðasta tímabils, Keflavík og FH, mætast í Keflavík á mánudaginn.

Eyjólfur Magnús Kristinsson og Valgeir Valgeirsson dæmdu ekki í fyrstu umferðinni í fyrra en þeir Garðar Örn Hinriksson og Þóroddur Hjaltalín, sem dæmdu í opnunarumferðinni fyrir ári, dæma ekki nú.

KR-Fjölnir  Jóhannes Valgeirsson

Fram-ÍBV  Einar Örn Daníelsson

Fylkir-Valur  Eyjólfur Magnús Kristinsson

Stjarnan-Grindavík  Valgeir Valgeirsson

Breiðablik-Þróttur  Magnús Þórisson

Keflavík-FH  Kristinn Jakobsson










Fleiri fréttir

Sjá meira


×