Innlent

Eva Joly: Bankaleynd íslensku bankanna fáránleg

Eva Joly hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykavík í vikunni.
Eva Joly hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykavík í vikunni.
Eva Joly sem dómsmálaráðherra fékk til að vera ráðgjafi við rannsókn á bankahruninu sagði í viðtali í norska sjónvarpinu í gær að það væri fáránlegt að bankaleynd hvíli ennþá yfir íslensku bönkunum.

Hún sagði að yfirgnæfandi líkur væru á að stjórnendur bankanna hefðu gerst brotlegir við lög. Rannsóknin hljóti að beinast fyrst og fremst að þeim.

Eva taldi einnig líklegt að reglur hefðu verið brotnar þegar íslenskir aðilar stofnuðu félög á skattaparadísinni Tortola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×