Innlent

Ráðherra hugnast þjóðaratkvæði um Icesave

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segist vel geta sætt sig við að kosið verði um Icesave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í dag þegar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði hvort hann sem annálaður lýðræðissinni tæki undir með þingmönnum Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar um að fram fari sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-málið.

„Mér finnst engin mál of snúin fyrir þjóðina. Það á við um þau mál sem hér voru nefnd og önnur," sagði Ögmundur við fyrirspurn Höskulds.

Þá kom fram í máli ráðherrans að hann ætli að gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave-málið í umræðum um ríkisábyrgð vegna samkomulagsins á Alþingi síðar í dag.


Tengdar fréttir

Frumvarp um Icesave lagt fyrir Alþingi eftir helgi

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, reiknar með því að frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins verði lagt fyrir Alþingi eftir helgi. Hann segir erfitt að bera samkomulagið undir þjóðaratkvæði.

Næstu skref móta framtíðina - 13 þingmenn vilja þjóðaratkvæði

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að næstu skref sem þjóðin taki muni móta framtíð hennar. Þrettán þingmenn Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu eins fljótt og auðið er um hvort staðfesta eigi ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×