Íslenski boltinn

FH og Val spáð góðu gengi

FH-ingar munu verja titilinn ef marka má spár
FH-ingar munu verja titilinn ef marka má spár Mynd/E.Stefán

FH og Valur munu verja Íslandsmeistara sína í karla- og kvennaflokki ef marka má árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í efstu deild í knattspyrnu.

Spáin var birt í dag og þar er FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki og Valsstúlkum í kvennaflokki.

Í kvennalfokki má ætla að Íslandsmeistarar Vals fái öfluga samkeppni frá Breiðablik, því aðeins fjögur stig skilja liðin að á toppnum í spá dagsins í dag.

Í karlaflokki kemur ef til vill ekki á óvart að FH sé spáð góðu gengi, en athygli vekur að Valsliðið, sem hefur bætt við sig mörgum mönnum síðan á síðustu leiktíð, er aðeins sett í fjórða sæti.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig spáin leit út:

Konur:

1. Valur 280 stig

2 Breiðablik 276

3. Þór/KA 224

4. Stjarnan 212

5. Fylkir 191

6. KR 155

7. Afturelding/Fjölnir 110

8. GRV 83

9. Keflavík 75

10. ÍR 44

Karlar:



1. FH 420 stig

2. Keflavík 354

3. KR 345

4. Valur 340

5. Fram 246

6. Breiðablik 242

7. Grindavík 216

8. Fylkir 193

9. Fjölnir 142

10. ÍBV 113

11. Þróttur 101

12. Stjarnan 96






Fleiri fréttir

Sjá meira


×