Íslenski boltinn

Engin endalok að vera spáð fall í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sinisa Kekic hefur fallið úr úrvalsdeild karla tvö ár í röð.
Sinisa Kekic hefur fallið úr úrvalsdeild karla tvö ár í röð. Mynd/Anton

Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn hafa undanfarin fjögur sumur aðeins náð fjórtán prósent árangri í að spá fyrir um hvaða lið fellur í árlegri spá sinni á kynningarfundi fyrir úrvalsdeild karla.

Ekkert lið hefur fallið sem hefur verið spáð falli undanfarin tvö ár. Fjölnir (6. sæti) og Grindavík (7. sæti) björguðu sér bæði frá falli í fyrra og sama gerði HK (9. sæti) árið áður.

Ný spá fyrir Pepsi-deild karla verður birt á Kynningarfundi deildarinnar á eftir en bæði Fréttablaðið og fótbolti.net spáðu Stjörnunni og Þrótti falli í sínum spám og því verður það að teljast líklegt að þau hljóti þá niðurstöðu einnig í spánni í dag.

Síðasta lið til að falla sem hefur verið spáð falli voru Eyjamenn sumarið 2006. Þeim var þá spáð níunda og næstsíðasta sæti en enduðu í neðsta sæti deildarinnar.

Fallspáin undanfarin tíu ár

2008 Fjölnir og Grindavík 0% - (HK og ÍA féllu)

2007 HK 0% - (Víkingur)

2006 ÍBV og Víkingur 50% - (Grindavík og ÍBV)

2005 ÍBV og Grindavík 0% - (Fram og Þróttur)

2004 Grindavík og Víkingur 50% - (Víkingur og KA)

2003 FH og Valur 50% - (Þróttur og Valur)

2002 Keflavík og Þór 100% - (Keflavík og Þór)

2001 Fram og Valur 50% - (Valur og Breiðablik)

2000 Breiðablik og Stjarnan 50% - (Stjarnan og Leiftur)

1999 Grindavík og Víkingur 50% - (Valur og Víkingur)












Fleiri fréttir

Sjá meira


×