Innlent

Jákvæðni mikilvæg í garð þeirra sem greinast með krabbamein

„Mikilvægast er að vera jákvæður í garð aðstandenda sinna sem greinast með krabbamein," segir Randver Þorláksson leikari en konan hans greindist í tvígang með sjúkdóminn. Krabbameinsfélagið kynnti fjölda félaga fyrir bæði krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra í dag.

Opið hús var hjá krabbameinsfélaginu og þar var kynnt starfsemi níu stuðningsfélaga sem stofnuð hafa verið fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra. Randver Þorláksson leikari miðlaði þar af reynslu sinni sem aðstandanda en konan hans hefur í tvígang greinst með krabbamein með sjö ára millibili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×