Íslenski boltinn

FH-ingar og Actavis bjóða frítt á leikinn á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýja FH-stúkan verður örugglega full á morgun.
Nýja FH-stúkan verður örugglega full á morgun. Mynd/Valli

Topplið FH í Pepsi-deild karla getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í fimmta sinn á sex árum þegar þeir mæta Grindvíkingum í Kaplakrika á morgun. Það verður frítt á leikinn í boði Actavis.

Það má búast við að Hafnfirðingar fjölmenni því í Kaplakrikann til að sjá FH-liðið reyna að tryggja sér titilinn. FH-liðið er með ellefu stiga forskot á Fylki í öðru sætinu og verður meistari vinni liðið Grindavík á sama tíma og Fylkir eða KR tapa sínum leikjum á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×