Enski boltinn

Bolton á eftir Bullard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard í leik með Fulham.
Jimmy Bullard í leik með Fulham. Nordic Photos / Getty Images

Bolton ætlar að bjóða fimm milljónir punda í Jimmy Bullard samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla.

Viðræður munu þegar vera hafnar á milli félaganna en lítið hefur gengið í samningaviðræðum Fulham við Bullard sjálfan. Hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal.

Bullard kom til Fulham frá Wigan árið 2006 og hefur þótt standa sig vel. Hann var einnig valinn í enska landsliðshópinn á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×