Enski boltinn

Skyldmenni Rooney handtekið vegna Gerrard-málsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney og coleen, eiginkona hans.
Wayne Rooney og coleen, eiginkona hans. Nordic Photos / Getty Images

Mágur Wayne Rooney, leikmanns Manchester United, var handtekinn af lögreglu í Liverpool í tengslum við rannsókn á málinu sem Steven Gerrard hefur verið ákærður fyrir.

Eiginkona Rooney, Coleen McLoughlin, staðfesti þetta í yfirlýsingu og sagði einnig að honum hafi verið sleppt án þess að ákæra hafi verið gefin út.

Gerrard var ásamt nokkrum öðrum ákærður fyrir líkamsárás vegna slagsmála sem brutust út á skemmtistað í Southport í lok síðasta mánaðar.

Marcus McGee, sem starfaði sem plötusnúður á staðnum, hlaut áverka í andliti og missti einnig tönn. Gerrard mun koma fyrir dómstól þann 23. janúar næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×