Íslenski boltinn

Heimir: Skammaðist mín fyrir að þjálfa þetta lið í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Mynd/Daníel

„Ég er mjög stoltur af því að vera þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Ég skammaðist mín samt að vera þjálfari þessa liðs í kvöld og leikmennirnir ættu að skammast sín líka," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir ótrúlega lélega frammistöðu sinna manna gegn Fylki í kvöld.

„Ég er bara mát og algjörlega orðlaus. Ég veit í rauninni ekkert hvað ég á að segja við þig núna. Ég sagði við strákana í hálfleik að ég væri orðlaus. Við vorum hreinlega heppnir að tapa ekki miklu stærra hér í kvöld."

Eyjamenn voru ekki komnir fyrr en 45 mínútum fyrir leik en Heimir sagði það ekki vera neina afsökun.

„Það afsakar ekki að menn séu ekki með hausinn á réttum stað og gefi sig ekki í verkefnið. Við gerðum allt með hálfum hug og áttum ekkert skilið úr þessum leik," sagði Heimir Hallgrímsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×